Skýrsla um sölu Íslandsbanka stöðvar ræðuferð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á Sænsku Bókasýninguna í Stokkhólmi

Samkvæmt Dagens Nyheter verður ekkert úr fyrirhugaðri ræðuferð fv. forsætisráðherra Íslands, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, á Sænsku Bókasýninguna í Stokkhólmi 20. ágúst næst komandi en Sigmundi var ásamt fjölda annarra þjóðkunnra manna og kvenna boðið að halda ræðu á bókasýningunni.

Ástæðan fyrir breytingunni er að skýrsla um sölu Íslandsbanka, sem er hið umdeildasta mál, verður tekin fyrir á alþingi á svipuðum tíma. Sigmundur Davíð skrifar í tölvupósti til DN:

„Ég var beðinn um að taka þátt í sænsku bókamessunni til að gefa innsýn í reynslu Íslands af því að takast á við fjármálakreppur í ljósi þeirrar efnahagsþróunar sem nú er. Hins vegar varð ég að hætta við þátttöku vegna þingmála á Íslandi“

Er það miður, að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson komist ekki til að fjalla m.a. um reynslu sína af árásum glóbalista, sem réðust á lýðveldið Ísland með einhverjum þeim lúalegasta hætti sem sést hefur og boluðu honum sem lýðræðislega kjörnum embættismanni frá völdum. Hafa tugir þúsunda íslenskra heimila fengið að líða fyrir það, þegar óprúttnir hrægammasjóðir fengu síðan skuldir fólks á silfurfati og skildu eftir svöðusár í efnahagslífi Íslands.

Þema Sænsku Bókasýningarinnar er „Málfrelsið og komandi kosningar“ í Svíþjóð en Svíar ganga til kosninga 11. september næst komandi. Er fjöldinn allur af þjóðkunnum Svíum þátttakendur á bókasýningunni þann 20. ágúst og má búast við miklum krafti þeirra lýðræðisafla, sem mest láta að sér kveða í Svíþjóð.

Útvarp Saga verður á Bókasýningunni og mun flytja fréttir þaðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila