Skýtur skökku við að mega ráða yfir sínum líkama þegar kemur að fóstureyðingum en ekki þegar maður borðar Prins póló

Inga Sæland formaður Flokks fólksins.

Það skýtur skökku við að fólk á að geta ráðið yfir líkama sínum þegar kemur að fóstureyðingum á sama tíma og yfirvöld vilja stýra því með sykurksatti hvort fólk setji ofan í sig Prins póló eða önnur sætindi. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ingu Sæland formanns og þingmanns Flokks fólksins í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Inga segir áform heilbrigðisráðherra um hækkun á sykruðum vörum um 20% algjörlega óskiljanlegar og óttast hún að áhrifin finnist ekki eingöngu á hækkunum á sykurvörum, heldur muni þetta enda út í verðlagi á vörum almennt, auk þess sem stór hluti allra vörutegunda innihalda sykur að einhverju leyti svo hækkunin mun hafa víðtæk áhrif á vöruverð og skuldir heimila.

svo hefur þetta áhrif á atvinnulífið líka, við vitum til dæmis að bakarar nota sykur í brauð og fleiri vörur, svo þetta mun koma til með að hafa áhrif á þá atvinnugrein svo ég nefni einhver dæmi

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila