Neytendasamökin vilja að stjórnvöld tryggi endurútreikning smálána

Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna

Neytendasamtökin hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þess er krafist að stjórnvöld komi því í kring að lán sem smálánafyrirtki hafi lánað til almennings verði endureiknuð af hálfu hlutlauss aðila.

Í yfirlýsingunni segir meðal annars

Stjórnvöld verða að tryggja að nú þegar fari fram endurútreikningur á öllum lánum af hálfu hlutlauss aðila eins og umboðsmanns skuldara. Þetta þarf að gerast sem allra fyrst. Stjórnvöld tryggi einnig að Almenn innheimta ehf. láti umboðsmanni skuldara í té öll nauðsynleg gögn, en mjög hefur skort á upplýsingagjöf frá Almennri innheimtu ehf. til lántakenda“.


Þá krefjast samtökin þess að Almenn innheimta ehf sem séð hefur um innheimtu fyrir hönd smálánafyrirtækja stöðvi nú þegar innheimtu á öllum lánum og að ofgreiddir vextir verði endurgreiddir

” Fjölmargir hafa þegar gert upp ólögleg smálán og eiga því inni kröfu á bæði Kredia Group og Almennri innheimtu ehf. Bæði þessi fyrirtæki ættu að sjá sóma sinn í því að endurgreiða oftekna vexti og biðja viðskiptavini sína afsökunar á að hafa stundað ólöglega lána- og innheimtustarfsemi um árabil

Einnig fara samtökin fram á að fyrirtækið Creditinfo sem skráð hefur fjölmarga smálánaskuldara á vanskilaskrá taki skuldara af skránni og að bankar taki fyrir að smálánafyrirtæki geti farið inn á bankareikninga fólks til þess að taka þar út fé.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila