Dæmi um að handrukkarar þrýsti á fólk að taka smálán til þess að borga fíkniefnaskuldir

Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna

Dæmi eru um að handrukkarar með hafnaboltakylfur hafi knúi dyra hjá fólki sem skulda fíkniefnasölum og þrýst á það að taka smálán fyrir fíkniefnaskuldum. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Breka Karlssonar formanns Neytendasamtakanna í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Breki sagði í þættinum dæmi af einstæðri móður sem fékk slíka heimsókn frá handrukkara en fjölskyldumeðlimur skuldaði óvönduðum aðila sem síðan nýtti sér handrukkara með þessum hætti 

það er þrýst á hana að taka smálán til að borga skuldina, svo er hún lent í vítahring þar sem hún þarf að taka annað smálán til að borga hitt smálánið upp, þannig þetta verður að mjög þungu máli fyrir einstaklinginn og erfitt fyrir hann að komast út úr þessum vítahring þar sem smálánafyrirtækin rukka ólögmæta vexti„.

Breki segir að einfalt mál sé að breyta því að fólk lendi í vítahring slíkra lána

til dæmis er grundvallaratriði að þessi fyrirtæki þurfi starfsleyfi til að geta starfað því ef þau myndu gerast brotleg gagnvart sínum viðskiptavinum með himinháum vöxtum væri hægt að svipta þau starfsleyfinu, sem er ekki hægt í dag og því ekkert hægt að taka á þessu, boðað frumvarp ráðherra um þessi mál koma ekki að neinu gagni ef ekki þarf starfsleyfi„,segir Breki.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila