Setja þarf sérlög um smálánafyrirtæki

Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra

Það þýðir ekkert að setja plástra á þau göt í lögu sem smálánafyrirtæki nýta sér, heldur þarf að setja sérlög um smálánafyrirtækin. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Oddnýjar G. Harðardóttur þingmanns Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar.

Oddný segir að hún hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum með frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur atvinnu og nýsköpunarráðherra sem áttu að taka á smálánafyrirtækjunum

og hún segir að ekki megi setja það sem skilyrði að þessi fyrirtæki séu með starfseyfi þar sem það gæti skaðað nýsköpun á þessum markaði, en hvað er það eiginlega? það er auðvitað enginn ný sköpun í þessu, ég trúi bara ekki að ríkisstjórnin ætli að standa með almenningi í þessu máli„,segir Oddný.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila