Smit hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra

Starfsmaður hjá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur greinst með Covid-19 smit og hefur undanfarna daga verið í einangrun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samskiptastjóra Almannavarna. í tilkynningunni segir að starfsmaðurinn hafi einkenni en heilsist vel miðað við aðstæður. Þrír aðrir starfsmenn almannavarnadeildar hafa verið settir í sóttkví vegna smitsins.

Fram kemur í tilkynningunni að Almannavarnadeild gæti vel að sóttvörnum og fari ítarlega eftir leiðbeiningum um sóttvarnir og samkomutakmarkanir og veikindi starfsmannsins muni ekki hafa áhrif á störf deildarinnar.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila