Ákvörðun yfirvalda felur í sér áhættu um að hér gæti farsóttin breiðst út á ný

Már Kristjánsson yfirmaður smitlækninga á Landspítalanum

Margir læknar sem starfa á Íslensku sjúkrahúsunum er mjög hugsi yfir þeirri ákvörðun yfirvalda að opna landið fyrir ferðamönnum eins og áætlanir eru uppi um, því lítið sé enn vitað um hjarðónæmi þjóðarinnar. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Más Kristjánssonar yfirmanns smitsjúkdómalækninga hjá Landspítalanum í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Már segir að verið sé að taka mikla áhættu með þessari ákvörðun:

það er þarna verið að fara af stað og samtímis nota aðferðir eins og sóttkví, smitrakningu og veirupróf.  Ef þjóðin hefur hefur ekki myndað hjarðónæmi, sem líkur eru á, því smit var ekki mjög útbreitt hér, þá er hætta á að faraldur blossi upp aftur” segir Már.

Efasemdir uppi um hvort fyrirbyggjandi aðgerðir virki fyrir hópa eins og ferðamenn

Már segir að þær aðferðir sem hafa virkað hér á landi til þess að rekja, einangra og slá niður veiruna virki ekki endilega við þær aðstæður þegar ferðamönnum er hleypt inn í landið á ný

við vorum með virkt eftirlit, heilbrigðisstarfsfólk sem hafði samband við þá sem voru með einkenni, fylgdum því svo eftir með innlögnum, súrefnisgjöf og lyfjagjöfum, eftir þörfum og gátum kallað inn fólk ef þörf var á, þá er spurning hvort við getum heimfært þetta yfir á ferðamenn og það eru uppi efasemdir um það“,segir Már.

Hann segir flækjustigið vera það að einn einstaklingur geti smitað mjög út frá sér,

við höfum dæmi um að einn einstaklingur hér á landi hafi orðið til þess að 200 manns þurftu að fara í sóttkví og það getur allt eins gerst með ferðamenn

Hlusta má á viðtalið við Má Kristjánsson í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila