Smitum frekar að fjölga – Til skoðunar að herða sóttvarnaaðgerðir

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra

Það er til skoðunar hvort herða þurfi sóttvarnaaðgerðir og sé meðaltal smita skoðað hefur fjöldi smita frekar farið fjölgangi að undanförnu. Þetta bendir til þess að þær aðgerðir sem farið var í fyrir nokkrum vikum séu ekki að skila sér.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns hjá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í símatímanum í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur. Víðir segir að hópsýkingin á Landakoti hækki svolítið það meðaltal sem miðað sé við en burtséð frá þeim tilvikum hefur fjöldi smita ekki farið nægilega mikið niður að mati viðbragðsaðila. Víðir segir að það muni skýrast innan fárra daga hvort grípa þurfi til hertra aðgerða

Eins og kunnugt er hafa sprottið upp umræður um hvort grímuskylda sé í verslunum og segir Víðir að það séu tilmæli að nota grímur í verslunum en ítrekar að grímuskylda sé á þeim stöðum þar sem ekki er hægt að tryggja tvo metra á milli fólks

í flestum verslunum er ekki hægt að tryggja þessa tvo metra svo þá er þar grímuskylda“ sagði Víðir.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila