Tuttugu og einn einstaklingur með staðfest smit

Alls eru nú 21 einstaklingur hér á landi með virkt covid19 smit en smitin hafa greinst frá tímabilinu 8.júlí til 27.júlí. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóraUm er að ræða 11 aðgreind tilfelli og hafa alls 173 verið settir í sóttkví vegna þessara smita.

Fram kemur í tilkynningunni að þeir sem eru smitaðir hafi einkenni smits. Af tveimur smitanna hefur ekki verið hægt að rekja uppruna þeirra en Íslensk erfðagreining freistar þess að raðgreina sýnin til þess að hafa upp á uppruna þeirra.

Í tilkynningu Almannavarna er ítrekað að þeir sem hafi látið taka hjá sér sýni eigi að halda sig heima þar til niðurstaða úr sýnatöku liggur fyrir, þá er einnig minnt á að einkenni covid sýkingar líkjast einkennum venjulegrar lensu og því ætti fólk að hafa samband við næstu heilsugæslustöð finni það hjá sér slík einkenni.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila