Snowden fær landvistarleyfi í Rússlandi

Anatoly Kucherena lögmaður Snowden t.v. og Edward Snowden t.h. eru ánægðir með rússneska landvistarleyfið sem veitir Snowden rétt að vera ævilangt í Rússlandi ef hann óskar. Mynd Facebook.

Bandaríski uppljóstrarinn Edward Snowden hefur fengið stöðugt landvistarleyfi í Rússlandi. Frá þessu greina margir fjölmiðlar m.a. The New York Times. Edward Snowden vann sem ráðgjafi hjá bandarísku leyniþjónustunni NSA á vegum CIA og lak leyniskjölum sem sýndu víðtækar hleranir á umferðinni á Internet út um allan heim. M.a. komst upp um afkastamikil hlustunarverkfæri eins og PRISM m.m. Snowden sendi gögnin til The Guardian og The Washington Post í júní 2013. Snowden flúði til Mosku 2013 og hefur verið þar í útlegð síðan. Hann hefur verið tilnefndur til friðarverðlauna Nóbels og fékk Right Livelihood verðlaunin sem stundum eru kölluð „hin nóbelsverðlaunin“ 2014.

Anatoly Kucherena lögfræðingur Snowden setti mynd af sér og Snowden með rússneskt vegabréf í hendinni á Facebook síðu sína og skrifaði að Snowden hefði ekki gefið upp hvort hann myndi gerast rússneskur ríkisborgari. „Hann lýsir því sem lokamarkmiði sínu að snúa aftur til Bandaríkjanna en einungis ef honum verða tryggð sanngjörn réttarhöld.“

Donald Trump íhugar að náða Snowden

Donald Trump sagði í ágúst að hann myndi íhuga alvarlega að náða Snowden. Snowden sagði í nýlegu viðtali við Die Zeit að honum fyndist orð Trumps vera hvetjandi þótt afsökun væri ekki á næstunni. „Umræðurnar um málið halda áfram að ná jafnvægi.“ Breytingar á dvalarlögum útlendinga í fyrra gera Snowden kleift að vera í Rússlandi eins lengi og hann vill. Þekktar persónur eins og bandaríski leikarinn Steven Seagal og franski leikarinn Gérard Depardieu eru báði búsettir í Rússlandi og eru orðnir rússneskir meðborgarar.

Snowden hefur ekki setið iðjulaus því í fyrra kom út bók hans um endurminningar hans. Í Bandaríkjunum er Snowden ásakaður fyrir að hafa starfað fyrir rússnesku leyniþjónustuna en Snowden neitar slíkum ásökunum. Eftir að hafa fengið landvistarleyfið langþráða gaf Snowden lögmanni sínum mynd af þeim þegar Snowden fékk tímabundið landvistarleyfi í ágúst 2013 með orðunum: „Með þakklæti fyrir árin í frelsinu.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila