Sósíalistaflokkurinn er hressileg innspýting inn í umræðuna

Ari Alexander Ergis Magnússon

Sósíalistaflokkur Íslands er mjög hressileg innspýting inn í íslenska stjórnmálaumræðu sem er annars frekar líflaus. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ara Alexanders Ergis Magnússonar leikstjóra í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Hauks Haukssonar.

Ari segir að það sé merkilegt að fylgjast með ríkisfjölmiðlinum og hvernig hann tekur á forystumönnum stjórnmálaflokkana og segir áhugavert hvernig reynt var að draga upp ákveðna neikvæðamynd af Gunnari Smára Egilssyni forustumanni flokksins.

Hann segir að þetta sé sérstaklega áhugavert í ljósi þess Ísland sé teflonsamfélag og að aðrir leiðtogar hafi ekki þurft að þola þessa meðferð.

Ari segir að þó flokkurinn sé þetta hressilega innlegg í umræðuna sé ekki þar með sagt að allt sem frá flokknum komi sé endilega allt rétt og heilagt sem flokkurinn setji fram. Það sé hins vegar áhugavert hvernig tekið er mismunandi á þeim leiðtogum sem koma fram fyrir flokkana, allt eftir því hver eigi í hlut.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila