Sóttvarnaryfirvöld í Bandaríkjunum boða til neyðarfundar vegna hjartavöðvabólgu í ungu bólusettu fólki

Sóttvarnaryfirvöld í Bandaríkjunum hafa boðað til neyðarfundar vegna tilvika hjartavöðvabólgu sem upp hafa komið hjá ungu fólki og sér í lagi ungum mönnum sem hafa verið bólusettir. Um málið er meðal annars fjallað á fréttavef CBS og Dailymail.

Tilkynningarnar eru fleiri en reiknað var með eftir síðari skammta af Moderna og Pfizer, eða 226 talsins. 15 gjörgæslutilfelli, 15 almenna sjúkrahúsvist, 41 viðvarandi einkenni og þá hafa 167 hafa náð sér.

Fyrir nokkrum vikum var sett af stað rannsókn í Ísrael en þar rannsakar EMA (European Medical Association) sömu aukaverkanir, en þar líkt og í Bandaríkjunum hefur sérstaklega hefur borið á veikindum meðal 16 – 19 ára karla. Ísraelar sem gerðu samning við Pfizer voru fyrstir til að bólusetja ungt fólk og því er reynsla þeirra a bólusetningum orðin talsvert meiri en annara landa. 

Bandarískur læknir að nafni Jane Ruby segir í viðtali að ástandið í Ísrael sé mun verra en stjórnvöld þar í landi vilji gefa upp en viðtalið við lækninn má sjá með því að smella hér.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila