Fólk sem er veikara fyrir ætti að halda sig heima við

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir

Einstaklingar með undirliggjandi sjúkdóma eins og sykursýki, krabbamein, hjarta, æða og nýrnasjúkdóma ætti að halda sig heima við eins og hægt er á meðan Kórónaveirufaraldurinn gengur yfir.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis í síðdegisútvarpinu í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur. Hann segir mjög mikilvægt að almenningur fylgi þeim fyrirmælum sem yfirvöld hafa sett, virði sóttkví og bjóðist til þess að aðstoða þá sem þurfa að halda sig heima

það verða allir að standa saman, þetta er eins í fótboltanum, það verða allir að vera með„,segir Þórólfur. Hann segir að dreifing smitsins sé ekki meiri en hann bjóst við

nei þetta er svona eins og reiknað hafði verið með„.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila