Spánn bannar loftkælingu undir 27 gráðum

Til að bregðast við orkukreppunni í Evrópu hefur Spánn sett bann við því að stilla loftkælingu undir 27 gráður. Ákvörðunin er gagnrýnd af Spánverjum, sem telja hitann allt of háan (mynd Smial CC 2.0/Minhong CC 4.0).

Orkusparnaður ESB-ríkjanna tekur á sig ótrúlegar myndir – má ekki kæla undir 27 gráðum Celsíus

Nýja reglugerðin tekur til fjölda opinberra bygginga auk verslana, hótela og annarra samkomustaða. Samtímis sem bann er við kælingu undir 27 gráðum er bannað að upphitun fari yfir 19 gráður yfir vetrartímann.

EuroNews segir í frétt:

„Reglurnar verða lögboðnar í öllum opinberum byggingum og atvinnuhúsnæði, þar á meðal börum, kvikmyndahúsum, leikhúsum, flugvöllum og lestarstöðvum.“

Einnig er sagt, að ráðstöfunin verði „gerð sem tilmæli til spænskra heimila“ sem þýðir, að síðar meir verður hægt að lögbinda hana til heimilanna og krefjast sekta vegna brota.

Ríkisstjórnin samþykkti frumvarpið til að mæta kröfu ESB um að takmarka orkunotkun vegna minnkun á rússnesku gasi, sem Donald Trump varaði við í forsetatíð sinni gert var grín að á þeim tíma. Sá sem gerist sekur um „alvarlegt brot“ á á hættu að fá allt að 600.000 evra sekt.

Spánverjar kvarta yfir því, að það sé of heitt til að vinna innandyra í 27 gráðum.

Fyrr á þessu ári tilkynnti Ítalía, að byrjað yrði að skammta orku og var bannað að kæla loft undir 25 gráður í opinberum byggingum eða hita yfir 19 gráður Celsíus.

Deila