Spánn klassar covid sem venjulega inflúensu – hvetur önnur ríki ESB að fylgja á eftir

Forsætisráðherra Spánar, Pedro Sanchez, hefur tilkynnt afnám skilgreiningar á covid-19 sem heimsfaraldri og í staðinn líta yfirvöld Spánar á covid-19 sem inflúensu. Þar með verður fjöldasýnitökum og eftirliti hætt á Spáni.

Spánn tilkynnir, að kórónuveiran verði ekki lengur sérstaklega meðhöndluð heldur verði litið á hana sem inflúensuveiru. Hvetur spánska ríkisstjórnin önnur ríki ESB til að gera slíkt hið sama. Pedro Sanchez forsætisráðherra Spánar segir í viðtali við spánska Radio SER:

„Það er tími til kominn að læra, hvernig á að lifa með kórónuveirunni, þar sem við lifum einnig með alls konar öðrum veirum.“

Spánska ríkisstjórnin útskýrir hina breyttu stefnu með því, að ástand faraldursins sé ekki það sama og var fyrir ári síðan og núna þurfi að meta þróunina af covid-19 sem landlægan sjúkdóm í stað heimsfaraldurs.

Búið er að bólusetja stóran hluta Spánverja og liggur það til grundvallar breyttu mati yfirvalda. Einnig er ómíkron afbrigðið ekki jafn alvarlegur sjúkdómur og upprunalega veiran.

Ákvörðun spánskra yfirvalda fylgir áætlun um hvernig hægt verði að hverfa aftur til eðlilegs lífs, sem þýðir meðal annars að fjöldasýnatökum og fjöldaeftirliti með covidsmiti verði hætt.

Fyrir utan forsætisráðherra Spánar Pedro Sanchez hvetur einnig heilbrigðisráðherrann, Carolina Darias, kollega sína í öðrum aðildarríkjum ESB að fylgja fordæmi Spánar.

Sjá nánar hér

Hér er myndband með viðtalinu við Pedro Sanchez á spænsku við útvarpsstöðina SER.

Deila