Afar slæm þróun Kórónuveirufaraldursins á Spáni

Þróunin á Kórónuveirufaraldrinum á Spáni hefur verið afar slæm undanfarna daga og hafa meira en 100.000 sýkst af veirunni og meira en 10.000 látist. Þetta kom fram í máli Sólveigar Hákonardóttur íbúa í La Marina á Spáni í síðdegisútvarpinu í dag en hún var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur.

Hún segir að til þess að bæta gráu ofan á svart hafi glæpir aukist “ fólk er hér að brjótast inn í verslanir til þess að ná sér í mat, ástandið er orðið þannig„,segir Sólveig.

Þá segir Sólveig að nýverið hafi greinst smit á öldrunarheimili “ og þar eru tugir smitaðir og einhverjir alvarlega veikir„.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila