Veiran verður viðvarandi næstu vikurnar – Kínverjar dregnir til ábyrgðar

Guðrún Kristín Ívarsdóttir miðill

Veiran sem hefur haft gríðarlega víðtæk áhrif á samfélagið sem og um hem allann verður viðvarandi hér á landi að minnsta kosti næstu vikurnar, með tilheyrandi óþægindum fyrir íbúa landsins.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðrúnar Kristínar Ívarsdóttur miðils í síðdegisútvarpinu í dag en hún var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur.

Í þættinum var meðal annars rifjuð upp spá Guðúnar frá því í apríl á þessu ári þar sem hún greindi frá því að líklegt væri að veiran tæki sig upp aftur og sú atburðarrás myndi enda með útgöngubanni “ við það stend ég ennþá“ sagði Guðrún.

Þá sagði Guðrún í viðtalinu að kínverjar yrðu að lokum dregnir til ábyrgðar vegna útbreiðslu veirunnar um heiminn og að það væru Bandaríkin sem myndu draga kínverja til ábyrgðar.

Aðspurð um hvort aukin spenna á milli Bandaríkjanna og Kína muni leiða til stríðs á milli þjóðanna telur hún talsvert miklar líkur á því “ ég fæ það upp hér hjá mér að það séu meiri líkur á því en minni„, segir Guðrún.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila