Spilafíkn hefur alvarlegar afleiðingar á fjölskyldu og vini spilafíkla

Alma Hafsteinsdóttir fíkni og fjölskyldumarkþjálfi

Aðstandendur spilafíkla standa oft í mikilli örvæntingu og hjálparleysi gagnvart fíklinum og hafa jafnvel skuldsett ævisparnaðinn til þess að aðstoða viðkomandi fíkil.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ölmu Hafsteinsdóttur fíkni og fjölskyldumarkþjálfa og óvirks spilafíkils í þætti Markúsar Þórhallssonar í dag. Alma segir að það séu í raun mistök að hjálpa fíklinum fjárhagslega

það eykur jafnvel á spilafíknina og virkar oft þannig að þegar búið er að redda fjármálum fíkilsins þá fer hann bara aftur að spila, það er ekki verið að ráðast að rótum vandans„,segir Alma.

Hún segir fíkla oft lifa í nokkurs konar draumaheimi þegar kemur að útborgunardegi en þegar raunveruleikinn skelli á og peningarnir klárast sé hætta á að viðkomandi fremji glæpi til að fjármagna fíknina

fara jafnvel í glæpi eins og fjárdrátt og slíkt til þess eins að geta haldið áfram að spila“ segir Alma en hún hefur að undanförnu unnið að því að aðstoða spilafíkla og aðstandendur þeirra og hefur opnað vef fyrir þá sem glíma við vanda vegna spilafíknar.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila