Spillingin þrífst því almenningur leyfir henni að þrífast

Sighvatur Björgvinsson fyrrverandi ráðherra

Spillingin á Íslandi þrífst því almenningur horfir framhjá henni og leyfir henni að þrífast. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Sighvats Björgvinssonar fyrrverandi ráðherra í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Kolfinnu Baldvinsdóttur.

Sighvatur segir að ef almenningur léti skýrar í ljós andúð sína á spillingu og spyrna við fótum með gerandi hætti þá myndi smám saman fjara undan henni. Þá segir Sighvatur að þessu samfara hafi völd færst smám saman frá stjórnmálaflokkunum yfir til einkaaðila sem hafi mikil peningavöld, þetta haldist í hendur við aukna spillingu.

Sighvatur segir að á meðan þessi tilfærsla sé að eiga sér stað sé ákveðin tilfærsla farin að eiga sér stað innan stjórnmálanna ” jafnaðarmenn eru í auknum mæli farnir að aðhyllast pópulisma og það er hægt að sjá dæmin víða í Evrópu.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila