Ný frétt: Tugir látnir og yfir 3000 særðir í risasprengingu í Beirút að sögn heilbrigðisráðherra Líbanaon

Bifreiðar og einnig gámar á stóru svæði þeyttust eins og fisléttir eldspýtustokkar upp í loft við sprenginguna

Algert öngþveiti ríkir í Beirút vegna risastórrar sprengingar sem varð í húsnæði við höfnina en sprengingin eyðilagði hundruði bygginga og sendi höggbylgju um alla borgina. Hermenn eru út um allt. Sjúkrabílar flytja slasaða og sjúkrahúsin neyðast til að neita fólki um aðhlynningu samtímis sem mikill blóðskortur ríkir. Þá eyðilagðist nánast allt hafnarsvæðið sem er næst vettvangi.


Nazar Najarian aðalritari Kataeb flokksins er meðal þeirra sem týndu lífi í sprengingunni samkvæmt ríkisfréttamiðlinum NNA. Hann var staddur á skrifstofu sinni þegar sprengingin varð. Sjúkrabílar streymdu á vettvangi spreningarinnar og komu hvaðanæva frá Líbanon. Blaðamaður Sky News segir að „mjög margir séu særðir” og greint hefur verið frá að margir liggi klemmdir undir húsrústum bæði lifandi og látnir.

Um tvær stærri sprengingar var að ræða og náðust þær á myndband og sést að sú síðari feykir burtu húsum á svæðinu og veldur höggbylgju fleiri kílómetra frá staðnum. Fréttaritari sænska sjónvarpsins sá sprengjuna frá svölunum og þurfti að kasta sér niður þegar höggbylgjan kom og braut allar rúður í húsinu en hún var 1,5 km frá höfninni. 


Í byrjun gengu sögur um að eldur hefði byrjað í flugeldageymslu en yfirvöld hafa vísað því á bug. Talið er að geymsla með sprengiefnum hafi sprungið en ekki vitað hvað kom sprengingum af stað. Abbas Ibrahim hershöfðingi segir við fjölmiðla í Líbanon að sprengiefni var í geymslu í húsunum, þar sem sprengingarnar áttu sér stað. Sjá nánar hér.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila