Skammt milli sprenginga – sprengja sprengd við næturklúbb í Uppsala

Ekki nóg með að öflug sprenging varð í eða við fjölbýlishús í hjarta Stokkhólmsborgar um eittleytið aðfaranótt mánudags; önnur sprenging var tilkynnt tveimur tímum síðar í Uppsala.

Sú sprenging er talin vera vegna sprengju sem komið hafi verið fyrir utan við næturklúbb og heyrðist hvellurinn víða um miðsvæði Uppsalaborgar” skrifar lögreglan á heimasíðu sinni.

Grunur leikur á að einhvers konar sprengja hafi sprungið og orskað skaða á bíl, húsnæði og gám” skrifar lögreglan. 

Lögreglan í Uppsala hefur eins og lögreglan í Stokkhólmi hafið rannsókn á allmennt hættulegum skaða en í Stokkhólmi hefur lögreglan ekki enn gefið upp hvað orsakaði öfluga sprengingu í nótt sem leiddi til rýmingar fjölbýlishúss og lokunar heils hverfis í miðborg Stokkhólms. Vinna sprengjusérfræðingar lögreglunnar enn að vettvangsrannsókn um hádegi mánudag.

Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila