Sprengjuódæði á heilsugæslustöð í Gautaborg – kona á níræðisaldri í lífshættu

Mikil sprenging heyrðist í miðborg Gautaborgar fyrir hádegið í gær miðvikudag. Læknablaðið Läkartidningen ásamt öðrum miðlum greindu frá að sprengja sprakk á heilsugæslunni Hagakliniken og tvær konur særðust. Önnur konan á níræðisaldri 85 ára gömul særðist alvarlega og er nú á sjúkrahúsi og óvíst um ástand hennar. Hin konan á fimmtugsaldri særðist en ekki lífshættulega. Báðar konur voru sjúklingar sem áttu tíma hjá læknum þennan dag.

Heilsugæslan er á þriðju hæð og sprengju hafði verið komið fyrir á klósetti móttökunnar. Sprengjudeild lögreglunnar, sjúkrabílar og slökkviliðsbílar komu fljótlega á staðinn og var stóru svæði lokað og nærliggjandi hús tæmd af fólki á meðan ástandið var rannsakað. Framtíðsmenntaskólinn er í sama húsi og var útrýmdur og skólanum lokað yfir daginn. Thomas Fuxborg hjá lögreglunni í Gautaborg segir að enginn hafi verið handtekinn en lögreglan leiti eftir manni sem sást á heilsugæslunni skömmu fyrir sprenginguna.

Fyrir nokkrum vikum sprakk önnur sprengja í sömu götu og segir lögreglan að ættingi eins starfsmanns heilsugæslunnar hafi verið ógnað af glæpamönnum. Var hann krafinn um hálfa milljón krónur sænskar eftir viðskipti sem reynt var að gera upp á læknastofunni áður. Á myndbandi eftirlitsvéla má sjá hvernig grímuklæddur maður kemur inn á heislugæsluna og stuttu eftir að hann yfirgaf svæðið sprakk sprengjan.

Sjá meira hér

Athugasemdir

athugasemdir

Deila