Staða Lukashenko styrkist il muna

Alexander Lukashenko

Staða Alexander Lukashenko forseta Hvíta Rússlands er mun sterkari nú en hún var fyrir 2 vikum síðan. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Hauks Haukssonar fréttaritara í Moskvu í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar.

Haukur segir að um tíma hafi litið út fyrir að ferill hans væri á enda en eins og fyrr segi hafi staðan styrkst undanfarnar vikur

og lykilatriðið í því er eins og við greindum áður frá á Útvarpi Sögu að lögreglan og herinn hafi staðið við hlið hans, ef hann hefði þessar stofnanir ekki með sér þá væri uppi allt önnur staða“,segir Haukur.

Hann segir að forsetinn geri sér vel grein fyrir óánægju með langa valdatíð hans

og hann hefur viðurkennt það sjálfur að ef til vill hafi hann setið of lengi á valdastóli, svo hann er að mæta þessum óánægjuröddum að einhverju leyti” segir Haukur.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila