Staðan á Norður Ítalíu versnar með degi hverjum – Kirkjugarðsstarfsmenn fárveikir og fjöldi herflutningabifreiða flytja látna á milli bæja

Löng röð herbíla flutti í nótt lík látinna út úr Bergamo til líkbrennslu fyir utan Lombardiu á Ítalíu á meðan ættingjarnir eru innilokaðir í sóttkví.

Staðan á Norður Ítalíu er alvarleg og ástandið vegna Kórónaveirufaraldursins versnar með hverjum deginum. Nú er svo komið að líkhúsin í Bergamo eru orðin yfirfull og nú neyðast yfirvöld að flytja lík beint í líkbrennslur fyrir utan Lombardie.


”Mér finnst þetta verra en stríð. Pabbi bíður eftir að vera jarðaður. Og við bíðum eftir því að geta kvatt hann” sagði ættingi látins manns í viðtali við Washington Post fyrr í vikunni.


Matteo Salvini fv. innanríkismálaráðherra Ítalíu setti út myndir á Twitter sem sýna langa röð herbíla sem flytja líkin í ofnana. 

”Herinn flytur kisturnar út úr Bergamo í líkbrennslurnar fyrir utan Lombardie, þjóðin gengur gegnum eldraun og berst af fullum krafti gegn því illa. Þetta er mynd sem sker í hjartað af krafti hundraðþúsund slátta” skrifar Salvini við myndina.

Staðan var orðin svo alvarleg í bænum að líkum hafði verið staflað upp í Ognisanti kirkjunni þar sem þeim var safnað saman til brennslu. Þá hafa starfsmenn kirkjugarða ekki farið varhluta af veirunni sem flestir eru nú orðnir fárveikir sem veldur því að ekki eru teknar kistugrafir fyrir þá einstaklinga sem látist hafa af eðlilegum orsökum.

Þá birti íbúi á svæðinu einnig myndband af herbílunum hlaðna líkum keyra í lögreglufylgd í gegnum bæinn:

Athugasemdir

athugasemdir

Deila