Staðan í Úkraínustríðinu er draumastaða vopnaframleiðenda

Sú staða sem uppi er í Úkraínustríðinu er draumastaða vopnaframleiðenda sem græða á tá og fingri, og því lengur sem stríðið stendur yfir því betra fyrir vopnaframleiðendur. Í þættinum Heimsmálin ,fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag fjallaði Gústaf Skúlason fréttamaður í Stokkhólmi sem var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar um vopnaframleiðendur og þann gríðarlega gróða sem þeir hafa af stríðinu í Úkraínu.

Verðmæti þeirra vopna sem Bandaríkin ein hafa sent til Úkraínu nemur á annan tug billjóna dollara, þá eru ótalin verðmæti þeirra vopna sem kona annars staðar frá eins og til dæmis Þýskalandi, Bretlandi, Svíþjóð og Póllandi auk fleiri landa. Þá hafa Bandaríkin ítrekað sent aukabirgðir af vopnum til landsins þegar birgðir hafa verið á þrotum og þá eru þau vopn sem send hafa verið undanfarið verið talsvert öflugri og um leið dýrari en þau vopn sem send hafa verið hingað til.

Með öflugri vopnum hefur Úkraínumönnum tekist að ná hluta af þeim svæðum sem Rússar höfðu lagt undir sig til baka en þó eru vopnin ekki nægilega öflug til þess að Úkraínumenn geti alfarið hrakið Rússa til baka alfarið, enda virðist það ekki vera markmið Bandaríkjamanna, heldur virðist markmiðið vera að halda stríðinu gangandi eins lengi og hægt er til þess eins að vopnaframleiðendur hámarki gróðann af því, auk þess sem langvarandi stríð auki líkurnar á að önnur fyrrum ríki innan gömlu Sovétríkjanna fari að ókyrrast gagnvart Rússum og fari jafnvel að grípa til vopna, það muni einnig þjóna hagsmunum vopnaframleiðenda.

Á vagninn hafa svo þjóðir stokkið, þjóðir sem eru jafnvel herlausar eins og Ísland gert sig breiðar og farið að aðstoða við að koma vopnum til Úkraínu og þetta leggi flokkar eins og VG blessun sína yfir, flokkar sem alla jafna þykjast á móti hernaði, en einungis eftir hentisemi hverju sinni.

Gústaf segir að friðarsamtök sem hafi kannað landslagið segja frið ekki vera í sjónmáli og hernaðarbrölt fari fremur vaxandi.

„friðurinn er á hverfanda hveli því flestar ríkisstjórnir í hinum vestræna heimi tala um að auka útgjöld til hernaðarmála, senda vopn og kaupa vopn til þess að bæta í stríðsreksturinn í Úkraínu“ segir Gústaf.

Því er ljóst að staðan er sú að friður er ekki í sjónmáli, að minnsta kosti fer afskaplega lítið fyrir þeim sem tala fyrir friði og yfirgnæfa heróp gráðugra vopnasöluríkja allar aðrar raddir sem vilja sýna skynsemi og koma á friði.

Bent hefur verið á að ef ákafinn við að koma á friðarviðræðum væri jafn mikill og að flytja vopn til Úkraínu væri löngu búið að stilla til friðar á milli þjóðanna. Þær sömu þjóðir og standa að vopnagjöfum og vopnaflutningum hafa svo háleit markmið í loftslagsmálum sem virðast líkt og friðarstefna þeirra vera byggð á sandi enda ljóst að mengun af völdum vopna og stríðsrekstrar er gríðarleg og þjónar sannarlega ekki þeim meintu markmiðum sem þjóðirnar hafa í loftslagsmálum.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila