Staðfest í Noregi að bóluefni AstraZeneca veldur blóðtappa

Fréttir koma eftir rannsóknir á andlátum í kjölfar bólusetningar með AstraZeneca. Í Noregi er nú fullyrt að um beint samband er að ræða. Bóluefnið leysti úr læðingi ofurviðbrögð ofnæmiskerfisins sem orsakaði blóðtappa og leiddi til dauða.

Búist er við því að Lyfjastofnun ESB, EMA, muni halda blaðamannafund seinna í dag, þar sem stofnunin gefur út yfirlýsingu um aukaverkanir vegna bólusetninga með bóluefni AstraZeneca. Í Noregi segir Pål Andre Holm yfirlæknir og prófessor í viðtali við VG, að dánarorsök eins starfsmanns heilbrigðisþjónustunnar sem dó eftir að hafa fengið sprautu með AstraZeneca, sé fundin: „Það er enginn annar möguleiki í dæminu en að bóluefnið hafi leyst út viðbrögð ónæmiskerfisins. Í samvinnu við deildina fyrir háþróaða ónæmisfræði við UNN höfum við greint sérstök mótefni gegn blóðflögum sem geta skapað slíka mynd, sem við þekkjum frá öðrum hlutum lyfsins, en þá með lyf sem kveikjandi orsök.“

Segir Holm ekkert fordæmi hjá sjúklingunum um neitt sem orsakað hafa slík kröftug viðbrögð ónæmiskerfisins.

„Ég er fullviss að það eru þessi mótefni sem eru ástæðan og það er enginn grundvöllur fyrir öðru en að það sé bóluefnið sem myndar þessi viðbrögð.“

Um 120 þúsund Norðmenn hafa fengið sprautu með bóluefni AstraZeneca.

Hvað gerðist í líkamanum eftir að þau fengu bóluefnið í sig þar til þau veiktust?

„Við látum bólusetja okkur til að skapa viðbrögð ónæmiskerfisins gegn því sem við erum að verja okkur gegn. Þess vegna fáum við meðal annars þróun antiefna. Sum þeirra geta þá brugðist þannig við að þau virkja blóðflögurnar, eins og gerst hefur í þessum tilfellum, sem skapar blóðtappann.“

S.l. sunnudag dó einn heibrigðisstarfsmaður af þremur sem voru lagðir inn á Ríkisspítalann. Allir þrír voru meðhöndlaðir vegna sjaldgæfs, mjög erfiðs ásigkomulags. Þeir komu inn mjög kvalin með blóðtappa á óvenjulegum stöðum eins og í maga og heila. Að auki höfðu þeir blæðingar og lága tölu plóðplatta.

Eftir að EMA kemur með yfirlýsingu vegna málsins í dag verður það síðan í höndum hvers lands að ákveða framhaldið.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila