Staðfestir að verið sé að skoða hvort og hvernig eigi að bólusetja börn í skólum

Óskar Reykdalsson forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins

Vinnuhópur vinnur nú að því að kanna hvort og hvernig standa eigi að bólusetningu barna í skólum. Þetta kom fram í máli Óskars Reykdalssonar forstjóra Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Óskar sagði í þættinum að það væri ekki hægt að hafa framkvæmd bólusetningarinnar eins og þegar fullorðnir eru bólusettir og því þurfi að leita annara leiða þegar kemur að yngri hópum. Hann segir að framkvæmdin hafi verið á þann hátt með eldri börnin að þá hafi þau komið í fylgd foreldra sinna í Laugardalshöll þar sem bólusetning fór svo fram.

það getum við ekki gert þegar kemur að yngri börnunum, við höfum auðvitað bólusett í skólum í gegnum tíðina, þannig það er hópur að skoða hvernig eigi að framkvæma þetta og best sé að koma því við, væntanlega á nýju ári“ segir Óskar.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila