Stáliðnaðurinn stendur frammi fyrir hruni vegna rafmagnsverðsins

Mikla Blom svæðastjóri Bharat Forge stáliðjuversins í Karlskróna segir framleiðsluna verða flutta til láglaunaðra ríkja ef rafmagnsverðið lækkar ekki fljótt í Svíþjóð. Allt efnahagskerfi Svíþjóðar er í hættu vegna kolbrjálaðs rafmagnsverðs samkvæmt ránskipulagi ESB (mynd sksk svt/youtube).

Raforkuknúnar stálbræðslur á leið í hrun

Raforkukreppan hefur bitnað harkalega á öllu samfélaginu og áhyggjur fara vaxandi í grundvallarframleiðsluiðnaði eins og stálframleiðslu. Fjórföldun raforkuverðs hefur bitnað harkalega á stáliðjuyrirtækinu Bharat Forge í Karlskoga. Fyrirtækið á nú á hættu að neyðast til að loka starfsseminni.

Ofnarnir í Bharat Forge eru rafknúnir og eyða um 60.000 megavattstundum árlega. Hið háa raforkuverð hefur aukið framleiðslukostnaðinn um margar milljónir sænskra króna á skömmum tíma. Nú ríkir skelfing innan fyrirtækisins bæði meðal stjórnenda og starfsmanna. Svæðisstjórinn Niklas Blom segir í viðtali við sænska sjónvarpið SVT:

Við getum ekki staðið undir þessum kostnaði, það er gjörsamlega ómögulegt.“

Fyrirtækið framleiðir meðal annars sveifarása og framöxulhluta fyrir Volvo og Scania. Blom segir að áframhaldandi framleiðsla sé háð því að hægt verði að gera nýja samninga við viðskiptavini, sem sé áskorun því viðskiptavinirnir geta alltaf valið að fara með framleiðsluna til annarra landa.

Hægt að flytja framleiðsluna til láglaunalanda

„Því miður leiðir þetta til þess, að við í Svíþjóð glötum samkeppnishæfni gagnvart láglaunalöndum. Á endanum munu viðskiptin hverfa frá Svíþjóð. Starfsmönnum okkar líður mjög illa. Og ef starfsfólki okkar líður mjög illa yfir þessu, þá mun fyrirtækinu ekki heldur líða vel.“

Hann er hins vegar vongóður um að viðræðurnar muni skila árangri þótt „leiðin þangað sé dálítið brösótt.“ Jafnframt óskar Blom eftir stuðningsátaki frá stjórnvöldum og telur það brýnt:

„Það mun enginn ráða við þetta. Við munum fara inn í eins konar efnahagskreppu í Svíþjóð. Það verður hrun.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila