Starfsfólki sænsku heilbrigðisþjónustunnar ráðlagt að nota ekki orðin kona og maður

Til að móðga ekki þungaða transmenn ráðleggja yfirvöld heilbrigðismála öllum starfsmönnum að hætta að nota orðin kona og maður.

Í leiðarvísi til starfsmanna heilbrigðisþjónustunnar í Svíþjóð er nú ráðlagt að hætt skuli að nota orðin kona og maður. Komast á hjá því að kalla þungaðar konur fyrir konur og menn með krabbamein í blöðruhálskirtli fyrir menn. Sýnt er með dæmum hvernig fjarlægja ber orðin úr textum:

„Takið burtu eða endurskrifið

Dæmi:
Hluti (kvenna) sem hefur þjáðst hefur af átröskunum hættir til að fá endurfall á meðgöngutímanum.
Margir (kvenmenn) eru áhyggjufullir fyrir fæðinguna.
Á hverju ári fá næstum 10 000 (menn) einstaklingar krabbamein í blöðruhálskirtli í Svíþjóð.

Í staðinn fyrir kyn á að ræða um hvað málið fjallar með minnsta sameiginlega samnefnara eins og líkamshluta eða hormóna. En stundum er erfitt að komast hjá því, að fjarlægja orðin maður eða kona í vissum textum. Þá má skrifa orðin til þess að sem flestir geti engu að síður tekið til sín textann. Þá á að vera hægt að smella á orðin með link á eftirfarandi útskýringu:

Það sem við meinum, þegar við komumst ekki hjá að nota orðin maður og kona

Þegar við skrifum orðið kona, þá notum við orðið til að lýsa einhverjum sem er með það sem venjulega er talið vera kvenmannslíkami. Það sama gildir fyrir orðin stelpa eða stúlka.

Við notum orðið maður til að lýsa einhverjum sem er með það sem venjulega er talið karlmannslíkami. Sama gildir fyrir orðin strákur eða drengur.“

Leiðandi konur sósíaldemókrata súpa hveljur yfir Frankenstein

Margot Wallström fyrrum ESB-kommissjóner sænskra krata er ekki skemmt. Tístir hún, hvort það geti raunverulega staðist að 117.se ætli að hætta að nota orðin kona og maður. „Getum við sem enn viljum vera kölluð konur og menn fengið að gera það OG samtímis varið réttindi transfólks?“

Margir hafa svarað henni og sagt að hún geti núna verið ánægð með hvernig hið pólitíska hárrétta samfélag sem hún byggði upp virkar. Stjórnmálamaðurinn Gustaf Kasselstrand skrifar á Twitter „Það er alltaf skemmtilegt, þegar hönnuðirnir sem byggðu samfélag dagsins skilja allt í einu, að þeir hafa búið til Frankenstein skrímsli sem þeir hafa enga stjórn á.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila