Starfshópur gegn hatursorðræðu tekur til starfa í næstu viku

Sérstakur starfshópur gegn hatursorðræðu sem Katrín Jakobsdóttir boðaði í lok maí síðastliðinn að tæki til starfa innan skamms mun hefja störf í næstu viku. Starfshópurinn samanstendur að stærstum hluta af stjórnmála og embættisfólki úr ýmsum áttum.

Starfshópnum er ætlað að að bregðast við vísbendingum um sem Katrín Jakobsdóttir heldur fram að séu til um meinta vaxandi hatursorðræðu hér á landi. Hverjar vísbendingarnar séu og hver sér um að skrá þær og halda utan um tölfræði þeirra eru reyndar hins vegar á huldu og hafa engar útskýringar eða nánari upplýsingar um það verið gefnar út.

Starfshópinn skipa eftirfarandi einstaklingar:

Dagný Jóns­dótt­ir, for­mað­ur, skipuð án til­nefn­ing­ar af for­sæt­is­ráðu­neytinu

Áshildur Linn­et, félags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neytinu

Hákon Þor­steins­son, dóms­mála­ráðu­neytinu

Jón Fannar Kol­beins­son, Jafn­rétt­is­stofu

Lenya Rún Taha Karim, skipuð án til­nefn­ing­ar af for­sæt­is­ráðu­neytinu

Mar­grét Stein­ars­dótt­ir, Mann­rétt­inda­skrif­stofu Íslands

Nichole Leigh Mosty, Fjöl­menn­ing­ar­setri

Ólafur Örn Braga­son, emb­ætti rík­is­lög­reglu­stjóra

Rán Ingv­ars­dótt­ir, skipuð án til­nefn­ing­ar af for­sæt­is­ráðu­neytinu

Stefán Snær Stef­áns­son, mennta- og barna­mála­ráðu­neyti

Þórður Krist­jáns­son, Sam­bandi íslenskra sveit­ar­fé­laga

Varamenn eru:

Anna Lilja Björns­dótt­ir, Jafn­rétt­is­stofu

Donata Hon­kowicz Bukowska, mennta- og barna­mála­ráðu­neyti

Eyrún Eyþórs­dótt­ir, emb­ætti rík­is­lög­reglu­stjóra

Gústav Adolf Berg­mann Sig­ur­björns­son, Mann­rétt­inda­skrif­stofu Íslands

Kristín Jóns­dótt­ir, dóms­mála­ráðu­neyti

Kristín Ólafs­dótt­ir, Sam­bandi íslenskra sveit­ar­fé­laga

Linda Dröfn Gunn­ars­dótt­ir, Fjöl­menn­ing­ar­setri

Stefán Dan­íel Jóns­son, félags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyti

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila