Starfsmenn Landsvirkjunar réðust í framleiðslu myndbanda gegn einelti

Hildur Jóna Bergþórsdóttir

Starfsmenn Landsvirkjunar í samvinnu við Minningarsjóð Dr. Brynju Bragadóttur réðust í að framleiða sérstök fræðslumyndbönd um einelti á vinnustöðum. Í þættinum Heilsan heim í dag ræddi Hildur Jóna Bergþórsdóttir um átakið í viðtali við Sigrúnu Kjartansdóttur.

Hildur segir einelti taka á sig ýmsar myndir t,d ítrekaðar óumbeðnar athugasemdir um einstaklinga

og svo eru það afsakanirnar sem gefnar eru fyrir einelti, til dæmis er oft gripið til þess að sá sem kemur með athugasemdirnar sé svo hreinskilinn og þess vegna sé hann að koma með athugasemdir í sífellu, það er allt í lagi að koma með athugasemdir, svo lengi sem viðkomandi sem verið er að koma með athugasemdir um hafi beðið um það„,segir Hildur.

Landsvirkjun hefur birt afrakstur verkefnisins á youtube og má sjá nokkur þeirra hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila