Stefna að því að samþykkja nýjar alþjóðlegar siðareglur fyrir blaðamenn

Stefnt  er að því að nýjar alþjóðlegar siðareglur fyrir blaðamenn verði samþykktar á þingi Alþjóðasambands blaðamanna sem haldið verður í Túnis í júní. Á vef Blaðamannafélags er fjallað um drögin að hinum nýju siðareglum en í umfjölluninni segir meðal annars “ Ýmis áhugaverð nýmæli er að finna í þessum reglum en mikil áhersla er á jafnvægi réttinda og skyldna blaðamanna auk þess að samkvæmt þessum reglum er beinlínis farið gegn gömlum gildum blaðamennsku s.s. mikilvægi þess „að vera fyrstur með frétt“, en þess í stað bent á mikilvægi þess að sannreyna heimildir og gefa færi á andsvari.„. Lesa má íslenska þýðingu á regludrögunum með því að smella  hér.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila