Stefna stjórnvalda í útlendingamálum rýmkar svigrúm fyrir erlend glæpasamtök til að athafna sig

Karl Gauti Hjaltason þingmaður Miðflokksins

Sú stefna sem rekin er af stjórnvöldum og framtíðarsýn þeirra er til þess fallin að rýmka svigrúm fyrir erlenda glæpahópa sem hingað koma til þess að fremja glæpi. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Karls Gauta Hjaltasonar þingmanns og oddvita Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Karl Gauti segir að uppgangur glæpahópa hérlendis sé skuggaleg þróun sem ríkislögreglustjóri hefur varað við í greiningarskýrslum og við því þurfi að bregðast. Hann segir stjórnvöld hafa ekkert gert til þess að sporna við þeirri þróun, en ýti frekar undir hafa með þeirri stefnu sem farin sé í málefnum útlendinga.

Hann bendir á að starfsemi slíkra glæpahópa sé afar víðfem og og teygji anga sína víða um samfélagið með afleiðingum sem þegar séu farin að sjást eins og í Rauðagerðismálinu. Hann bendir á að glæpahópar hérlendis stundi vinnumansal, innbrot, fíkniefnasölu, og í séu nú í auknum mæli farnir að nýta sér veikleika í velferðarkerfinu, meðal annars sé verið að misnota hælisleitendakerfið.

Hann segir Ísland eftirbátur annara landa eins og Danmörku þar sem verið sé að draga úr þeirri stefnu sem sé áþekk þeirri sem rekin er hérlendis.

þeir eru að hverfa frá þeirri stefnu á meðan við erum enn að halda þeirri stefnu og meira segja að rýmka hana

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila