Stefnir í að þriðji hver íslendingur fái sykursýki

Arnar Arinbjarnarson heilsufrömuður

Rannsóknir sem gerðar hafa verið sýna að það stefnir í að þriðji hver íslendingur verði með sykursýki innan fárra ára. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Arnars Arinbjarnarsonar heilsufrömuðar í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Ernu Ýrar Öldudóttur.

Arnar bendir á íslendingar séu alls ekki að hugsa nægilega vel um heilsuna og að ef fram heldur sem horfir geta afleiðingarnar orðið mjög alvarlegar, og ekki eingöngu á heilsu íslendinga

þetta mun ganga af heilbrigðiskerfinu dauðu, það er staðan, og ef Covid telst vera faraldur þá verður að segjast eins og er þá er vel hægt að tala um sykursýkifaraldur þegar þriðji hver íslendingur þjáist af sykursýki“,segir Arnar.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila