Stefnt á bólusetningu 28 milljóna 5-11 ára barna á næstu misserum

Bandarísk heilbrigðisyfirvöld stefna að því að hefja „skyndibólusetningar“ á 28 milljónum börnum á aldrinum 5-11 ára á næstu misserum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Hvíta húsið sendi frá sér í dag.

Matæla- og lyfjaeftirlitið (FDA) og Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna munu í byrjun næsta mánaðar funda um málið og í framhaldinu taka ákvörðun um hvort leyfi verði veitt til bólusetninga á þessum aldurshópi. Fyrr hafði verið gefið út leyfi til bólusetninga barna á aldrinum 12-15 ára.

Búist er við því að bólusetningar hefjist fljótlega eftir að leyfi fæst en fastlega er gert ráð fyrir að leyfið fáist útgefið. Bandaríkjastjórn hefur keypt 65 milljónir skammta af Pfizer barnabóluefni og búist er við, að barnasprautan innihaldi þriðjung af skammti fyrir fullorðna og unglinga.

Bóluefnið, sem hindrar ekki Covid-smit, verður fáanlegt hjá barnalæknum, apótekum og jafnvel í skólum að sögn Hvíta hússins, sem býst við því að FDA leyfi Pfizer að framleiða bóluefnið fyrir þann hóp, sem talin er minnst hætta á að veikist alvarlega eða deyi af völdum Covid-19 að sögn AP.

Sóttvarnarstofnunin mælir með því að börn beri áfram grímur í skólum

Ráðgjafafundur Sóttvarnarstofnunarinnar (CDC) er boðaður 2.-3. nóvember n.k. og og er búist við að byrjað verði að senda barnabóluefnið út um öll Bandaríkin eftir fundinn.

Hvíta húsið undirbýr einnig auglýsingaherferð til að sannfæra foreldra og börn um að bóluefnið sé bæði öruggt og árangursríkt. Telur stjórnin að „mikilvægir boðberar eins og kennarar, læknar og samfélagsleiðtogar verði mikilvægir í bólusetningarherferðinni.“

Læknirinn Vivek Murthy segir í yfirlýsingu á miðvikudag til NBC: „Þegar börnin okkar verða bólusett, þá höfum við ekki aðeins möguleika á að vernda þau heldur einnig að fá alla þá starfsemi í gang aftur, sem er svo mikilvæg fyrir börnin okkar. COVID hefur raskað lífi barna okkar. Það hefur gert skólann erfiðari, það hefur raskað getu þeirra til að sjá vini og fjölskyldu, það hefur gert unglingaíþróttir erfiðari.“

Til að bæta þetta allt saman, segir yfirmaður CDC, Rochelle Walensky, að stofnun hennar muni enn mæla með því að börn séu með grímur í skólum jafnvel eftir að bóluefnið hefur verið samþykkt fyrir börn.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila