Aðvörun SÞ: Matarskortur í kjölfar kórónuveirunnar ógnar milljónum mannslífa ef ríkistjórnir grípa ekki í taumana

Sameinuðu þjóðirnar senda frá sér viðvörun um ”matarskort hjá milljónum” vegna þeirrar ringulreiðar sem fylgir í kjölfar kórónuveirunnar og rýfur matvælakeðjur um allan heim.  QU Dongyu forstjóri matvæladeildar SÞ segir að ferðatakmarkanir og lokun veitingastaða ”setji matvælakeðjuna á barm hruns”.

 Lokun fyrirtækja mun einnig minnka möguleika bænda á að fá efni til framleiðslu landbúnaðarafurða og seinka mat á disk neytenda. Dongyu segir að SÞ hafi einnig sent viðvörun til ríkisstjórna ríkustu þjóða heims um að minnka áhrif truflana á fæðukeðjuna. 


Í grein í EU Observer skrifaði Dongyu:

”Þörf er á samræmdum skipulögðum alþjóðlegum viðbrögðum til að koma í veg fyrir að þessi almenna heilsukreppa leiði til matarkreppu þar sem fólk hefur hvorki aðgang að né efni á mat.” Segir Dongyu að í augnablikinu sé ekki hætta á ferðum en 

”við verðum að mæta ögruninni: Gríðarleg hætta er á að matur fáist ekki þar sem þörfin finnst.”


Útvarp Saga hefur greint frá neyðarköllum bændasamtaka í Frakklandi, Þýskalandi, Svíþjóð og Bretlandi sem geta ekki í núverandi ástandi fengið mannafla til að bjarga uppskerum í vor og sumar. Dongyu varar við því að

 ”Takmarkanir á útflutningi matvæla útflutningsríkja til að tryggja mat á innanlandsmarkaði gætu leitt til alvarlegrar röskunar á matarmörkuðum heims með hærra verði og auknum matvælaskorti. Ríkisstjórnir verða að ganga úr skugga um að matarmarkaðir virki eins og til er ætlast og að upplýsingar um verð, framleiðslu, neyslu og birgðir séu öllum aðgengilegar hvenær sem er.”
Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila