Sameinuðu Þjóðirnar vísa á bug skilgreiningu Bandaríkjanna á Antifa sem hryðjuverkasamtökum

Svo virðist sem Sameinuðu þjóðirnar gangi nú í berhögg gegn afstöðu Bandaríkjanna sem hafa skilgreint Antifa (Antifacist Action) sem hryðjuverkasamtök. Á Twitter aðgangi Sameinuðu þjóðanna mátti í gær sjá tilkynningu um að mannréttindarsérfræðingar þess „séu verulega áhyggjufullir að því skuli haldið fram að Antifa grafi undan tjáningarfrelsi og friði í Bandaríkjunum”. Athygli vekur að færslan var fjarlægð skömmu síðar án þess að skýringar á hvarfi hennar hafi fylgt.

Engin nöfn fylgdu tilkynningunni eða hvort þetta væri opinber afstaða Mannréttindaráðs SÞ sem Bandaríkjamenn sögðu sig úr 2018.

Færslan var birt eftir að Mannréttindaráðið hafði pantað skýrslu um „kerfisbundið kynþáttahatur”og lögregluofbeldi gegn fólki frá Afríku. Samkvæmt RT leið ekki á löngu frá því færslan birtist þar til mótmæli Bandaríkjamanna komu á netið. Þannig tísti blaðamaðurinn Jack Posobiec að „SÞ heldur hlífiskildi yfir alþjóðlegum öfgahópi sem er sekur um uppreisnarárásir víða í Bandaríkjunum og Evrópu.” 

Annar blaðamaður Drew Holden sagði Sameinuðu þjóðirnar vera haldnar einhvers konar kínverjadýrkun og bætti því við „að í staðinn fyrir að taka lögregluna af fjárlögum þá þurfum við að taka SÞ af fjárlögum”.

Annað tíst vitnar til kommúnismans og nasismans og spyr „Hvernig dirfist þið að styðja slík fjandsamleg samtök? Þjóðir okkar börðust gegn þessum hugmyndafræðikenningum. Þeir drápu milljónir…”

ESB-þingið fordæmir aðgerðir lögreglunnar í Bandaríkjunum gegn „friðsömum bandarískum mótmælendum og blaðamönnum” ásamt „æsingarræðum forseta Bandaríkjanna Donald Trump”. Vill ESB að Bandaríkin „taki afgerandi skref til að leysa kerfisbundið kynþáttahatur og ójafnrétti í landinu eins og kemur fram í ofbeldi lögreglunnar.”


Athugasemdir

athugasemdir

Deila