Stjarna Betlehems leiðbeinir aftur þessi jól – ekki jafn sterk frá fæðingu frelsarans

Ekki síðan frá fæðingu frelsarans hafa Júpíter og Satúrnus verið svo nálægt hver annarri og þessi jól. Bæði jarðnánd og styrkur ljóssins ætti því að veita athugulum og heppnum tækifæri að sjá Betlehemsstjörnuna þessi jól.

Klukkan 18:20 að íslenskum tíma á mánudaginn 21. desember verða pláneturnar Júpíter og Satúrnus næst jörðu. Sjónarmunurinn milli þessarra tveggja stærstu pláneta sólarkerfisins verður aðeins einn tíundi hluti einnar gráðu á himninum og mun ljós þeirra lýsa sem ein stór skær stjarna á himninum. Margir telja sameiningu plánetanna á himninum vera hina alþekktu Betlehemsstjörnu sem sagt er frá í Biblíunni og vísaði vitringunum þremur veginn að vöggu nýfædda barnsins, Jesús Krists.

Það hefur áður gerst fyrir jólin að Júpiter og Satúrnus falla saman á himninum en þá hefur bilið á milli þeirra verið stærra. Pláneturnar hafa einnig verið nær hvor annarri en þá á öðrum tíma en fyrir jólahátíðarnar. Þrátt fyrir nálægð fyrir augað á himninum er Satúrnus 733 miljónum kílómetra fjær jörðu en Júpiter. Júpiter mun vera strax undir Satúrnus og ljóssterkari.

Stjörnufræðingurinn og stærðfræðingurinn Johannes Kepler taldi að stjarnan yfir Betlehem, sem vitringarnur sáu sem fyrirboða konunglegrar fæðingu, hafi verið Júpiter og Satúrnus

Þeir sem vilja reyna að upplifa þessa sjón þurfa ekki að bíða til mánudagskvölds heldur geta – ef himinn er heiður horft til suðvesturs (miðað við að vera staddur í Svíþjóð) lágt á himni rétt eftir sólsetur núna næstu daga. Pláneturnar fylgja síðan sólinni og hverfa niður undir sjóndeildarhringinn.

Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila