Stjórn KSÍ hefur ekki heimild til að afhenda Stígamótum nöfn leikmanna og óska eftir sögusögnum

Sigurður G. Guðjónsson lögmaður og forseti áfrýjunardómstóls KSÍ

Sú gjörð stjórnar KSÍ að afhenda lista með nöfnum leikmanna landsliðsins til Stígamóta og óska eftir upplýsingum hvort heyrst hafi um möguleg meint afbrot liðsmanna er á gráu svæði gagnvart lögum um persónuvernd. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Sigurðar G Guðjónssonar´lögmanns og forseta áfrýjunardómstóls KSÍ í síðdegisútvarpinu í gær en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Sigurður segir að þau vinnubrögð stjórnar KSÍ að afhenda nafnalista á þennan hátt til þriðja aðila úti í bæ eigi sér enga stoð í neinum reglum og að stjórnin hafi hreinlega enga heimild til þess að standa að málum með þessum hætti og að stjórn KSÍ ætti að upplýsa leikmenn hvernig sé í pottinn búið. Sigurður segir að stjórnin ætti meðal annars að upplýsa leikmenn um hvaða gögnum hún sé að safna um þá og hvernig sé unnið úr þeim gögnum, og láta ekki utanaðkomandi velja landsliðið.

það er best fyrir stjórn KSÍ að kjósa landsliðsnefnd eins og hún á að vera, ráða landsliðsþjálfara og láta þessa aðila um að velja það landslið hverju sinni sem við teljum að geti fært okkur sigur og frama “ segir Sigurður.

Stjórnmálamenn með innihaldslausa frasa um að þeir trúi þolendum

Sigurður vék í þættinum einnig að ábyrgð stjórnmálamanna á fylgni þeirra við málstað fólks sem kastað hefur fram ásökunum án sannana og og segir Sigurður frasann fræga um að það eigi alltaf að trúa þolendum sé einmitt frasi sem settur er oftar en ekki fram af stjórnmálamönnum sem vilja á einhvern hátt þóknast öllum.

Þá segir Sigurður hópinn Öfga á afar vafasamri braut og skeyti engu um réttarríkið og þær reglur sem um það gilda og láti sér fátt um finnast hvað mannréttindi fólks varðar “ Hópum eins og Öfgum er alveg sama um mannréttindi og bara áfram þessari vegferð„.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila