Stjórnarandstaðan sameinuð í andstöðu gegn innflytjendalögum Svíþjóðar

Jimmie Åkesson formaður Svíþjóðardemókrata lengst til vinstri, Ulf Kristersson formaður Móderata, Ebba Bush formaður Kristdemókrata og lengst til hægri er Nyamko Sabuni formaður Alþýðuflokksins. Þetta er stjórnarandstaðan gegn útafkeyrslu sósíaldemókrata og vinstri, grænna.

Í umræðuþætti sænska sjónvarpsins í kvöld með leiðtogum stjórnmálaflokkanna í Svíþjóð kom fram að stjórnarandstaðan hefur sameinast um stefnuna í innflytjendamálum: færri innflytjendur, harðari kröfur um að geta séð fyrir sér sjálfur og að tala sænsku. Ríkisstjórnin hefur nýlega komið með tillögur sem í raun mun stórauka straum innflytjenda til Svíþjóðar. Jimmie Åkesson sagði í viðtali við Expressen „að sameiginlegu tillögurnar væru skref í rétta átt og í raun söguleg stund í sænskum stjórnmálum.

Tillögur stjórnarandstöðunnar:

  • Takmarka grundvöll leyfisveitinga af mannúðarástæðum
  • Krafa um kunnáttu í sænsku og samfélagsmálum til að fá stöðugt landvistarleyfi
  • Takmarka undanþágur frá kröfunum um stöðugt landvistarleyfi
  • Harðari kröfur um að ættingjar sem vilja flytja til Svíþjóðar sýni að þeir geti séð fyrir sér sjálfir
  • Takmarka undanþágur frá kröfum um að sjá fyrir sér sjálfur
  • Draga úr innflutningi ættingja til Svíþjóðar

Jimmie segir, að „tillögurnar séu langt í frá nægjanlegar til að koma Svíþjóð á réttan kjöl en alla vega byrjun.”

Samkvæmt Ulf Kristerson er markmiðið að „minnka innflutning og geta leyst aðlögunarvandann.” Hann ræðir frekar tölur til lækkunar á fjölda innflytjenda í stað þess að stoppa innflutninginn alveg eins og Svíþjóðardemókratar vilja gera a.m.k. tímabundið.

Stefan Löfven átti erfitt með að dylja gremju sína yfir sameiningu stjórnarandstöðunnar og sagði að „það er greinilegt að hér er það Jimmie Åkesson sem stjórnar taktinum í þessu nýja hægra-íhaldssama bandalagi.”

Stjórnarandstöðunni vantar aðeins eitt atkvæði til að ná tillögum sínum í gegn á sænska þinginu. Verði það að veruleika nær ríkisstjórnin ekki að koma sínum innflytjendamálum fram.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila