Ársskýrslur ráðherra aðgengilegar almenningi á netinu

Stjórnarráð Íslands

Ársskýrslur ráðherra eru nú gefnar út í annað sinn og hafa verið birtar almenningi á netinu.

Fram kemur í tilkynningu að aukið gagnsæi um ráðstöfun og nýtingu fjármuna sé markmiðið með skýrslunum sem er einnig ætlað að verða grundvöllur fyrir umræðu um stefnumörkun og forgangsröðun hins opinbera.

Þá segir í tilkynningunni að í ársskýrslum sé gerð grein fyrir fjárveitingum til einstakra ríkisaðila og verkefna og lagt mat á ávinning af þeim með tilliti til aðgerða, markmiða og mælikvarða sem settir hafa verið fram í fjármálaáætlun.

Þá segir að samanburður sé gerður við sett markmið í því skyni að skýra samhengi fjármuna og stefnumótunar. Þannig sé tryggð yfirsýn og eftirfylgni með framgangi settra markmiða í fjármálaáætlun á einstökum málefnasviðum sem ráðherrar bera ábyrgð á.

Smelltu hér til þess að skoða skýrslurnar.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila