Stjórnarskrárfélagið segir ofríki valdamikilla afla viðhaldið með úreltri stjórnarskrá

Ofríki valdamikilla afla er viðhaldið með úreltri stjórnarskrá, stjórnarskrá sem enn gildir þrátt fyrir vilja almennings um breytingar á henni. Þetta segir í yfirlýsingu frá Stjórnarskrárfélaginu í tilefni þjóðhátíðardagsins.

Í yfirlýsingunni segir jafnframt að Þessum valdamiklu öflum hafi tekist að hindra að eignaréttur þjóðarinnar á náttúruauðlindum landsins sé tryggður og að fullt gjald komi fyrir tímabundin afnot af auðlindunum og þá hafi þessum valdamiklu öflum hefur tekist að hindra að tiltekinn hluti þjóðarinnar geti milliliðalaust krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um mikilvæga löggjöf

eða geti látið leggja fram þingmál á Alþingi. Þeim hefur tekist að koma í veg fyrir að atkvæði kjósenda vegi jafnt og að hægt sé að kjósa alþingismenn persónukjöri. Þeim hefur tekist að koma í veg fyrir að dómarar séu skipaðir á faglegum forsendum og að traust skapist um störf dómstóla. Þeim hefur tekist að koma í veg fyrir að hlutverk forseta Íslands sé skýrt í stjórnarskránni og að vald hans sé ekki háð geðþótta“.


Í yfirlýsingunni segir að félagið vilji ítreka að það sé krafa almennings að stjórnarskrármálinu verði lokið, það sé einfalt ef unnið sé af heilindum á Alþingi

 Þjóðin er stjórnarskrárgjafinn, ekki stjórnmálaflokkar eða umsvifamikil sérhagsmunasamtök. Landsmenn verða líka að geta treyst á að fjölmiðlar fylgi málinu eftir og að þjóðkjörinn forseti taki einarðlega afstöðu með lýðræðislegum vilja þjóðarinnar gegn ofríki fámennra valdaafla. Nú í aðdraganda forsetakosninga er brýnt að forsetaframbjóðendur svari því með skýrum hætti hvort þeir vilji standa með lýðræðislegum niðurstöðum úr lögmætum kosningum eður ei.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila