Frumvarp um breytingar á kafla stjórnarskrárinnar um forseta og framkvæmdavald sett í samráðsgátt

Frumvarp um fyrirhugaðar breytingar á kafla stjórnarskrárinnar um forseta og framkvæmdavald hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Meðal þeirra breytinga sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu er að setja 12 ára hámarstíma sem forseti getur setið í embætti, og þá er gert ráð fyrir að hægt verið að afturkalla lög sem lögð hafa verið fyrir forseta og hann hefur synjað að staðfesta, svo þar með færu slík lög ekki í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Tíminn sem veittur er til þess að gera athugasemdir við frumvarpið í samráðsgáttinni er einungis 22 dagar. Smelltu hér til þess að skoða frumvarpið í samráðsgátt.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila