Stjórnmálamenn haldnir ranghugmyndum um að þeir eigi að vera stjórnarskrárgjafinn

Lýður Árnason læknir og fyrrverandi stjórnlagaráðsmaður.

Íslenskir stjórnmálamenn virðast almennt haldnir þeirri ranghugmynd að þeir eigi að vera stjórnarskrárgjafinn, það sýni sú vinna sem stjórnmálaflokkarnir að nýrri stjórnarskrá skýrt fram á. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Lýðs Árnasonar læknis og fyrrverandi stjórnlagaráðsmanns í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Lýður segir það löngu ljóst að þeir þingmenn sem vilja vera með tögl og haldir í stjórnarskrármálinu vilji hreinlega alls ekki að þjóðin fái að koma nálægt stjórnarskránni því að sú stjórnarskrá sem kosið var um sé ekki hagstæð hagsmunum þingmanna

ég held að það sé meiri möguleiki að við getum safnað undirskriftum og skorað á forsetann að nýta málsskotsréttinn, það eru engar líkur á .því að þingmenn vilji hafa þjóðina með í ráðum ,sérstaklega ekki hvað varðar lýðæðisumbætur og auðlindaákvæði“,segir Lýður.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila