Katrín Jakobsdóttir fékk héraðsdómara til þess að vinna að frumvarpi um stjórnarskrána

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra.

Katrín Jakobsdóttir hafði frumkvæðið af því að Skúli Magnússon héraðsdómari var fenginn til þess að vinna frumvarp að nýrri stjórnarskrá. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Sigmundur lýsti í þættinum stjórnunarstíl Katrínar sem virðist mjög ráðandi og í raun hafa yfirhöndina þegar kemur að stjórnarskrármálinu

svo lagði ég mínar tillögur fram varðandi þá sem mér fannst rétt að kæmu að gerð þessa frumvarps en þá var það ekkert nógu gott greinilega og fljótlega varð það niðurstaðan án þess að rætt hafi verið við nokkurn mann að þessi maður var valinn, við höfðum í raun ekkert fengið að segja um það val„,segir Sigmundur.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila