Óþarfi að flækja stjórnarskrármálið

Halldóra Mogensen þingmaður Pírata

Það er óþarfi að vera að flækja stjórnarskrármálið og farsælast að leggja fram frumvarp um nýja stjórnarskrá eins og það kom frá Stjórnlagaráði. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Halldóru Mogensen þingmanns Pírata í þætti Markúsar Þórhallssonar í dag.

Halldóra segir að nóg hafi verið þvælst með málið og kominn sé tími til að málið verði klárað og að það verði best gert á þann hátt að samþykkja það eins og almenningur vildi sjá það

en ekki eins og þessi bútasaumur sem hefur verið í gangi að undanförnu, það á auðvitað bara að setja þetta fram án þess að flokkarnir séu að pikka út það sem hentar þeim ekki” segir Halldóra.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila