Ferlið sem ríkisstjórnin hefur sett af stað í stjórnarskrármálinu er aðför að vilja almennings

Hjörtur Hjartarson stjórnarmaður í Stjórnarskrárfélaginu

Ferlið sem ríkisstjórnin er í þessa dagana er aðför að tillögum stjórnlagaráðs sem byggði á tillögum almennings og kosið hefur verið þegar um. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Hjartar Hjartarsonar stjórnarmanns í Stjórnarskrárfélaginu í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Hjörtur segir þetta ekki fyrstu aðförina að tillögum Stjórnlagaráðs

fyrsta aðförin og jafnvel sú ljótasta var sú þegar hæstiréttur úrskurðaði kosningarnar til Stjórnlagaþings ólöglegar, þetta var í raun áfall fyrir þjóðina, og þetta ferli núna er augljóst dæmi um að það á greinilega að sniðganga vilja þjóðarinnar í málinu og það kemur ekkert gott úr þessu ferli nema hugsanlega það stórslys að sett verði inn auðlindarákvæði, sem breytir engu nema því að festa í sessi, stjórnarskrárbinda, núverandi rán á auðlindum almennings. Það er auðvitað þannig að stjórnmálamenn vilja ekki fara að vilja fólksins og ætla sér ekki að fara að niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar almenningur þarf að koma í veg fyrir það, segir Hjörtur „,segir Hjörtur. Sjá nánar hér.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila