Stjórnendur Facebook telja sig hafa hindrað „valdarán“ með því að útiloka Trump frá félagsmiðlinum

„Of mikil áhætta“ að leyfa Bandaríkjaforseta að nota félagsmiðlana að sögn Mark Zuckenberg stofnanda Facebook

NBC News gefur innsýn í þróunina sem leiddi fram til þess að Facebook og Twitter ákváðu að útiloka Donald Trump Bandaríkjaforseta frá samfélagsmiðlunum. Einn yfirmanna Facebook vék af línu djúprar sameiginlegrar hóphugsunar meðal stjórnenda alheims þegar þeir sögðu „Við höfum enga viðbragðsáætlun við því, hvað við eigum að gera, þegar sitjandi forseti byrjar með valdarán.“

Í greininni „Hvernig Facebook og Twitter ákváðu að loka fyrir síður Trumps“ lýsir NBC News ástandinu innan fyrirtækjanna áður en þau ákváðu að loka endanlega á aðgang Trump að þjónustu fyrirtækjanna. Jack Dorsey forstjóri Twitter segir að aðgerðir fyrirtækjanna voru ekki samhæfðar en engu að síður voru fyrirtækin ískyggilega sammála í ferlinu.

„Of mikil áhætta“ að leyfa Trump að vera á félagsmiðlum

NBC News skrifar:

„Zuckenberg hringdi snemma næsta morgun frá sumarhúsi sínu í Kauai, Hawaii, í Sandberg, Bickert, Clegg, Kaplan og aðra yfirmenn. Guy Rosen varaforstjóri Facebook var með í umræðunum ásamt Neil Potts forstjóra öryggismála og einnig Maxine Williams yfirmaður fjölbreytileika ásamt mörgum öðrum.

Zuckenberg sagðist hafa ákveðið að tilræði Trumps að efna til ofbeldis og grafa undan lýðræðinu væru grundvöllur fyrir endanlega útilokun. Enginn viðstaddra hafði aðra skoðun að sögn þeirra sem voru á fundinum.

Skömmu síðar birti Zuckenberg tilkynningu á Facebook, þar sem hann útskýrði að „áhættan af því að leyfa forsetanum að halda áfram að nota þjónustu okkar á þessu tímabili er einfaldlega of stór.“

Yfirmaður Facebook sagði um ákvörðunina: „Þetta er ekki venjulegt. Það ríkja sérstakar kringumstæður. Við höfum ekki viðbragðsáætlun fyrir því, hvað við eigum að gera þegar sitjandi forseti byrjar með valdarán.

Skömmu síðar ræddi Jack Dorsey forstjóri Twitter við Vijaya Gadde lögfræðing fyrirtækisins og marga aðra af yfirmönnum Twitter. Dorsey lagði til eilíft bann á Bandaríkjaforseta, þótt hann tísti seinna um „áhyggjur vegna ákvörðunarinnar“ og að völd hans til að hafa gríðarleg áhrif á „umræðu almennings í heiminum.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila