Leggja þarf af atvinnustjórnmálamennsku

Björn Jón Bragason lögfræðingur og sagnfræðingur

Það er nauðsynlegt að stjórnmálamenn hætti að líta á starf stjórnmálamanna sem eins og hvert annað venjulegt starf og að slík atvinnu stjórnmálamennska verði aflögð bæði á þingi og sveitastjórnarstiginu.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Björns Jóns Bragasonar í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Ernu Ýrar Öldudóttur. Björn Jón segir að hans skoðun sé sú að til að koma í veg fyrir atvinnustjórnmálamennsku mætti sem dæmi fækka borgarfulltrúum, enda virðast þeir margir hverjir ekki líta á sig sem fulltrúa kjósenda

þeir virðast frekar líta á sig sem fullrúa borgarsjóðs, ið höfum séð það of oft að þegar íbúar borgarinnar vilji koma einhverju á framæri við borgarulltrúa þá sýna þeir oft mikið áhugaleysi gagnvart því sem fólk vill koma á framfæri, þetta bákn þarf ekki að vera svona stjórnlaust og það mætti alveg fækka borgarfulltrúum án þess að það komi niður á þjónustu við borgaranna“, segir Björn.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan. 

Athugasemdir

athugasemdir

Deila