Stjórnmálaflokkarnir stjórna sænsku kirkjunni – kosið í gær

Sænska kirkjan hefur í gegnum aldirnar verið hluti af valdakerfinu. Kosið er til embætta kirkjunnar á sama hátt og til þings og sveitarstjórna í Svíþjóð. Myndin er af dómkirkjunni í Uppsala (©Uppsala dómkirkja CC 4.0)

Til að gefa sýn inn í sænsku kirkjuna, þá er henni stjórnað af sænsku stjórnmálaflokkunum. Líkt og verið væri að kjósa til þings, sveitastjórna og lénsstjórna var kosið í gær til stjórna sænsku kirkjunnar í sveitarfélögum, lénum og á kirkjuþingið sem er nokkurs konar landsþing sænsku kirkjunnar. Kosið er á fjögurra ára fresti eins og í þingkosningum. Kosningaþáttakan var aðeins 17,5% miðað við 19,1% ár 2017. Fimm milljónir gátu kosið eða allir meðlimir kirkjunnar 16 ára og eldri. kosið er um 251 sæti á kirkjuþingi, stjórn 13 stifta og stjórn 1.316 safnaða í Svíþjóð og 31 safnaða erlendis.

Alls voru 15 aðilar í framboði og skiptust atkvæði þannig:

Atkvæði og sæti á kirkjuþingi

  • Valkostur Svíþjóðar 1,24 % – 3 sæti
  • Sósíaldemókratar 27,61% – 70 sæti
  • Borgaralegur valkostur 8,04 % – 19 sæti
  • Miðflokkur 11,11 % – 31 sæti
  • Frjálslyndir 1,58% – 4 sæti
  • Djörf kirkja 3,47% – 8 sæti
  • Grænir kristnir 0,22% – 0 sæti
  • Himinn og jörð 0,59% – 1 sæti
  • Kristdemókratar 2,77% – 7 sæti
  • Samstarf kirkjunnar í Visby 0,12% – 0 sæti
  • Umhverfisvænir 3,25% – 8 sæti
  • Óflokksbundnir 19,47% – 48 sæti
  • Svíþjóðardemókratar (SD) 7,79% – 19 sæti
  • Vinstri 7,33% – 18 sæti
  • Opin kirkja 5,41% – 13 sæti
  • Af 251 kirkjuþingssætum eru 2 frátekin fyrir kjósendur erlendis

Samkynhneigður prestur neitar að vígja gagnkynhneigða í hjónaband

Vegna þess hversu flokkapólitískir drættir setja mark á störf kirkjunnar er engin furða að til séu biskupar sem geti ekki svarað einfaldri spurningu eins og: „Hvorn guð myndir þú velja, Múhammeð eða Jesúm?“ Einnig hafa – í stíl sósíaldemókrata, töluverðar deilur einkennt afstöðu til hjónabands samkynhneigðra en núna er prestum í sjálfsvald sett, hvort þeir vígi samkynhneigða í hjónaband eða ekki. Tillögur vinstri manna hafa verið að skylda eigi alla presta til að gifta samkynhneigða líkt og um mann og konu væri að ræða en það samræmist ekki kristinni trú, þar sem maður og kona skapa börn, sem eru kjarni flestra fjölskyldna. Málamiðlunin varð því sú að það væri í höndum prestanna sjálfra, hvað þeir velja að gera.

Samkynhneigði presturinn Lars Gårdfeldt segir í viðtali við P4, að „það hlýtur þá að gilda það sama fyrir mig, sem er hómósexúal, að ég geti neitað að gifta saman gagnkynhneigt par.“ Hann hefur lýst því yfir, að hann muni nota „viktarréttinn“ sem leyfir prestum að víkja undan að gifta saman par ef það tekur á samvisku þeirra. Lars Gårdfeldt var á lista Kvennaframtaksins til þings ár 2014.

Sjá nánar hér, hér og hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila